Mættum rétt fyrir 11 á sunnudegi.....klæddi þann litla í búninginn.peisan náði niður á hné ,það sást ekki í buxurnar og sokkarnir náðu upp á læri,voða fínn,ermarnar niður á gólf.flottur.
spennan gífuleg.ég tók hitt liðið með og litla tengdarsoninn líka,Heimar sagði þeim litla til.og sá litli horfði á hann með aðdáund í augunum.þeir unnu fyrstu leikina.svo var sá litli settur í mark.Heimar tók hann á eintal.leikkerfi í gangi.mótherjarnir erfiðir,litlar sætar stelpur með tíkaspenna.
leikurinn heilar 7 mín.ég hafði áhyggjur af einbeitningunni hjá þeim litla í 7 mín.og þegar ein mínúta var eftir staðan 0-0.þá kom mark,ég held að þetta hafi verið mark.boltinn silaðist heillengi í átt að markinu,tíminnn stóð kyrr.alveg óverjandi því markmaðurinn var hvergi sjáanlegur.jú þarna var hann úti við hliðarlínu að laga legghlífarnar,hinir í liðinu dönsuðu fugladansinn og boruðu í nefið.snild.
stelpurnar vissi ekki einu sinni hvort þær hefðu skorað því ein fór að gráta önnur var að laga hárið ,hinar voru að tala saman.
frábær skemmtun.
sigginn tuðaði alla leiðina heim um að láta stelpur vinna sig,og sá litli svaraði
þær voru svo sætar,og málið úr sögunni.
engin vinna í dag.ave Árný
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko "sætar stelpur" eiga ALLTAF að fá að vinna....bara hægt að bora í nefið og laga legghlífar á MEÐAN ÞÆR SKORA.
Sigríður Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.