Dýrt er landið, drottinn minn,
dugi ekki minna
en vera allan aldur sinn
fyrir einni gröf að vinna.
Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, en að "risagjaldþrot"
blasi við okkur Frónbúunum, þó eitthvað lítið
pusist af aurum til okkar úr Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Eigum nóg af orku, vatni, búpeningi og slarkfærum
fiskimiðum.
Við hljótum að geta reddað okkur eitthvað fram
eftir öldinni.
Skellum okkur aftur af fullum þunga út
í kartöflu- og rófuræktina, við hvert hús og
hýbýli.
Sjóðum ýsu, gerum plokkara úr afgöngum,
borðum slátur og grjónagraut tvisvar í viku,
hjólum í vinnuna eða göngum og lærum
aftur að moka snjónum sjálf úr bílainnkeyrslunum.
Sleppum Spánarreisum og heimshornaflakki,
uns þokkalega virkur gjaldmiðill fæst á landið,
og seljum ál og vatn á uppsprengdu verði
öllum sem vilja kaupa.
Risagjaldþrot, HVAÐ?
Verður bara svona oggulítið "míní-gjaldþrot",
sem við tökum á í sameiningu, á meðan
góðærissukkararnir eru í áfallahjálp
á Frönsku Rivierunni eða Svissnesku
fjallaspai.
Verða að fá frið til að jafna sig aumingjarnir.
Töpuðu milljörðum eða billjörðum....vitið þið ekki
hvað það er "sárt"...og niðurbrjótandi a líkama
og sál?
Gott ef þeir geta nokkurn tíma hugsað sér
að setja aftur af stað "pappírspeningafyrirtæki"
með svona "míniþjóð" sem bakhjarl, sem litla
Frón er.
Veslingarnir! Ósköp eiga þeir bágt...sniff...snýt.
Nú er öllum djöflum dátt.
Dregur af mönnum gaman.
Himinglæva og austanátt
ætla að dansa saman.
Uggir mig um allra hag,
sem eiga mök við græðgi.
Stormurinn kaldi líksöngslag
leikur á símaþræði.
Húsfreyja hefur ekki trú á risagjaldþrotum.
Hún telur að framtíð sé björt á litla Fróni,
á meðan við höfum nóg að bíta og brenna
Svo mörg voru þau orð.
Góðar stundir.
Örna Arnarsson skáld er að sjálfsögðu
skáld húsfreyju í dag.
Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 16.11.2008 | 16:12 (breytt kl. 16:12) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Semsagt; byggja upp nýtt hagkerfi sem hefur hófsemi, sjálfbærni og samhjálp að leiðarljósi. Þetta er skynsamlegasta og raunhæfasta lausn sem ég hef ennþá heyrt.
Ég legg til að húsfreyjur af þessu tagi taki við stólum forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðherra.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:47
Þakka fyrir Eva, þó húsfreyja hafi hér lent í slæmri tölvutengingu og lent inni á bloggi systur sinnar. Kannski maður lendi inni í ríkisstjórn næst.
Systir, ég er búin að endurrita bloggið á "réttan" stað, en þú ræður hvort þú strokar þetta út eða heldur inni.
Sigríður Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 21:19
bloggaðu eins og þú vilt.......hvenar sem er....hvar sem er...uss engin má vita...
Árný Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.